Loading...
Rapp, textagerð og framkoma með Steinari Fjeldsted. 8 - 13 ára (Afrit)
17
January
8-13 ára

kr.27.900

Flokkur:

Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að ná skilning og færni í textagerð, samsetningu orða og rappi/flæði. 

Farið verður yfir lengd takta (bars) og hvernig textinn passar taktinum hverju sinni. Við skoðum hvernig á að beita orðum á réttum stöðum (punchlines), fara frá rappi yfir í viðlag, flæði kannað og grunnur lagður að haldbærri kunnáttu á rímum. Einnig verður farið yfir framkomu, en rapp hefur ávallt verið tónlist tjáningar og er framkoma stór partur af henni. Tilbúnir taktar verða í boði Púlz sem henta sérstaklega byrjendum. Einnig verður hægt að búa til sína eigin takta með aðstoð leiðbeinanda, sem passa við textann og flæðið. Við hjá PÚLZ leggjum áherslu á sjálfstætt sköpunarferli þar sem allt er leyfilegt, alveg eins og í rapptónlist.

Námskeiðið fer fram dagana 17. – 21. janúar kl: 16:15 – 17:30 og kostar námskeiðið aðeins 27.900 kr fyrir alla vikuna. Námskeiðið er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 8-13 ára. Það er enginn annar en Steinar Fjeldsted sem kennir á þessu flotta námskeiði en flestir þekkja hann úr hljómsveitinni QUARASHI.

Shopping Cart
Scroll to Top