Loading...
Tónlistarframleiðsla með BOMARZ - einkatímar
10
January
16+

kr.10.500

Flokkur:

Tónlistarmaðurinn og pródúsentinn Bomarz leiðbeinir í einkatímum um allar hliðar tónlistarframleiðslu. Námið er sérsniðið að áhugasviði og þörfum hvers og eins. Í tónlistarsköpun er hröð þróun og mikið af atriðum sem þarf að hafa í huga þegar tónlist er gefin út. Að semja lag er eitt en að koma laginu í það form sem það á best heima í er annað. Við lifum á tímum þar sem allt breytist reglulega og þróunin er hröð. Áður fyrr var talsvert meira bras og vesen að gefa út og dýrt. Nú eru tólin og tækin orðin mun aðgengilegri en líka töluvert fjölbreyttari. Góð þekking og færni hefur líklega aldrei verið jafn mikilvæg og í dag. Hvort sem þig langar að læra að mixa, mastera, semja lag eða útsetja/framleiða (pródúsera) þá er þessir einkatímar tækifæri til þess að færa þína færni upp á hærra stig. Strax í byrjun setjum við niður ákveðin markmið eða “deadline” eins og unnið er eftir í bransanum og út frá því vinnum við nákvæmlega í því sem hver og einn vill verða betri í.

Verðið er 10.500 kr. 1,5 klst.

Shopping Cart
Scroll to Top