Loading...
Unglinganámskeið með Steinari Fjeldsted og Bomarz
21
September
13 - 16 ára

kr.22.750

Unglinganámskeiðin eru loksins að hefjast en margir hafa beðið eftir þeim. Námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komna og er áherslan lögð á að skapa lag/tónlist frá grunni. Við skoðum nokkur af helstu tónlistarforrit samtímans eins og t.d Ableton Live, Logic, Cubase, Reason og FL svo sumt sé nefnt. 

Á námskeiðinu verður kennt að búa til takta, taka upp söng og hljóðfæri en einnig hvernig á að mixa og mastera. Alhliða tónlistarnámskeið fyrir unglinga, stráka og stelpur sem hafa brennandi áhuga á tónlistarsköpun. Við hjá PÚLZ bjóðum upp á faglegt umhverfi með öllum nýjustu græjunum. 

Kennarar námskeiðsins eru engir nýgræðingar þegar kemur að tónlistarsköpun en það eru Steinar Fjeldsted (Quarashi) og Bjarki Ómarsson (BOMARZ) en þeir hafa mikla reynslu þegar kemur að sköpun og kennslu. 

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 21. september og er tvisvar sinnum í viku (þriðjudaga og fimmtudaga), í 4 vikur. Alls 8 skipti og er kl 16:00 – 17:15. Námskeiðsið kostar 22.750 kr fyrir öll 8 skiptin.

Shopping Cart
Scroll to Top