Um púlz

Tónlistarskóli framtíðarinnar

Púlz er tónlistarskóli framtíðarinnar þar sem tónlistarsköpun og tæknikunnátta helst hönd í hönd. Við leggjum áherslu á sjálfstætt sköpunarferli með leiðsögn frá reyndu tónlistarfólki. Allir fæðast með sköpunarkraft. Við hjá Púlz viljum virkja þennan kraft og gefa öllum tækifæri á að finna sitt svið til að blómstra og njóta sín.

Við kennum á nýjustu tæki og tól sem notuð eru í dag til tónlistarsköpunar. Í Púlz fá börn, unglingar og fullorðnir tækifæri, aðstöðu og leiðsögn til þess að smíða eigin tónlist í faglegu og skapandi umhverfi. Leiðbeinendurnir okkar eru allt framúrskarandi tónlistarfólk með mikla reynslu úr tónlistarheiminum og við kennslu.

Hjá Púlz finnur þú þína braut í tónlistinni. Gefðu okkur færi á að sýna hvað í þér býr.

Shopping Cart
Scroll to Top